Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 21:26 Emmanuel Macron er nýkjörinn forseti Frakklands. Vísir/AFP Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“ Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“
Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49
Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24
Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21