Tillögur um legu borgarlínu kynntar í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 21:00 Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira