Viðtalið var birt á Facebook-síðu útvarpsstöðvarinnar og deildi Svala því fyrr í dag. Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarðssyni lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut þann 9. apríl 2008.
Einar segir í viðtalinu að þegar hann hafi litið til Svölu eftir slysið hafi litið út sem að hún væri látin. Hún hafi þá verið meðvitundarlaus, en vaknað í sjúkrabílnum á leiðinni til Reykjavíkur. Segja þau svo frá því að Einar hafi um tíma verið í öndunarvél, og þurft að dvelja á sjúkrahúsi í fjóra mánuði.
Þau segja að reynslan hafi einnig verið jákvæð að því leyti að þau hafi breytt viðhorfi sínu og taki nú engu sem gefnu.
Sjá má viðtalið að neðan.
Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.
Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.