Innlent

Stöð 2 í Frakklandi - Forsetakosningar í skugga gagnaleka

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona, er stödd í Frakklandi og mun flytja fréttir af seinni umferð forsetakosninganna.
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona, er stödd í Frakklandi og mun flytja fréttir af seinni umferð forsetakosninganna.
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona, er stödd í Frakklandi ásamt Sigurjóni Ólasyni, tökumanni, og munu þau flytja fréttir af seinni umferð forsetakosninganna sem fara fram á morgun.

Mikil spenna er fyrir kosningarnar á morgun. Miðjumaðurinn og evrópusinninn Emmanuel Macron er talinn sigurstranglegri og hefur mælst með 60% fylgi í könnunum síðustu daga.

Mótframbjóðandi hans er hin umdeilda Marine Le Pen en hún hefur talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Frakka í Evrópusambandinu og hertari reglum um móttöku innflytjenda.

Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og eru í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×