Innlent

Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi

Anton Egilsson skrifar
Vísir
Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag. Þetta kemur frá vef Veðurstofu Íslands.

Tæpri mínútu síðar mældist annar skjálfti af stærð 3,3 en skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi. Urðu skjálftarnir á þekktu sprungusvæði að sögn Veðurstofu.

Uppfært 13:45:

Tilkynning frá Veðurstofu Íslands:

„Í dag 6. maí kl. 12:08:58 mældist skjálfti um 4.4 að stærð um 2 km suðsuðaustur af Árnesi á Suðurlandsbrotabeltinu. Um mínútu síðar (12:09:45) mældist annar á svipuðum slóðum af stærðinni 3.3. Skjálftarnir urðu á þekktu kortlögðu sprungusvæði. Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi, m.a. í Árnesi, á Selfossi og í Reykjavík. Engar tilkynningar um skemmdir eða meiðsl á fólki hafa borist. Lítil virkni hefur mælst í kjölfarið á svæðinu en vel verður fylgst með því næstu daga vegna hugsanlegrar skjálftavirkni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×