Innlent

Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Anton Egilsson skrifar
Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 

Flest brotin varða leigusvindl en Halldór hefur ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu og stolið undan leigugreiðslum. Þá er hann einnig grunaður um að hafa selt farsíma sem svo aldrei fengust afhentir.

Sjá: Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum

Krafðist Halldór þess að verða látin laus úr gæsluvarðhaldi og bar fyrir sig að hann væri með háan blóðþrýsting og sykursýki. Þá ætti unnusta hans von á barni auk þess sem að hann ætti sex ára gamalt barn fyrir. Hann hafi þá lagt fram gögn þess efnis að hann hafi gert samkomulag við nokkra aðila um endurgreiðslur og að þeir myndu falla frá kæru á hendur honum.

Í greinargerð lögreglustjórans segir það sé mat hans að Halldór muni halda áfram brotastarfsemi fái hann að fara frjáls ferða sinna. Það sé nauðsynlegt að ljúka þeim málum sem til meðferðar séu hjá lögreglu og dómstólum sem fyrst en ákæru sé að vænta á næstu dögum.

Halldór hefur ítrekað ratað á síður blaðanna vegna svindls, svika og pretta. Hann á sér langa sögu og hefur áður hlotið þungan dóm fyrir fjárdrátt. Til að mynda hlaut hann þungan dóm í Danmörku og var gerður brottrækur þaðan fyrir umfangsmikið símasvindl þar sem hann vélaði um 800 farsíma af fólki með loforði um skjótan hagnað. Afplánaði Halldór hluta þess dóms á Kvíabryggju. 

Úrskurð Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér


Tengdar fréttir

Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök

Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×