Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Um fátt hefur verið rætt meira á göngum Fjölbrautarskólans við Ármúla seinni hluta vikunnar, en fyrirhuguð sameining við Tækniskólann. vísir/ernir „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00