Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2017 21:00 Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00