Bolungarvík efst í strandveiðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2017 14:45 Frá Bolungarvíkurhöfn. Vísir/Pjetur. Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, með 46 tonn á þeim þremur veiðidögum sem leyfðir voru í vikunni. Patreksfjörður er í öðru sæti, með 38 tonn, og Skagaströnd í því þriðja, með 36 tonn, samkvæmt aflatölum Fiskistofu. Strandveiðikerfið felur í sér einskonar kappveiðar. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og fær hvert þeirra heildarveiðikvóta fyrir hvern mánuð næstu fjóra mánuði. Í upphafi hvers mánaðar hefst því kapphlaup milli báta innan hvers veiðisvæðis um að ná sem mestu af pottinum áður en hann klárast, sem venjulega gerist á tveimur vikum. Hver bátur má þó að hámarki veiða 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, sem jafngildir 774 kílóum af þorski upp úr sjó. Alls hafa um 400 bátar leyfi til strandveiða en samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda eru 319 þeirra byrjaðir veiðar. Fram kemur að aflann hafi þeir sótt í 651 sjóferð og meðaltalið sé 665 kíló í hverri ferð. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu nam heildarafli strandveiðibátanna eftir fyrstu vikuna samtals 418 tonnum og hefur honum verið landað á 40 stöðum. Tíu hæstu löndunarhafnir eftir fyrstu vikuna eru þessar, í tonnum talið: Bolungarvík46,0Patreksfjörður38,2Skagaströnd36,1Siglufjörður32,0Hornafjörður29,2Dalvík22,0Hólmavík18,4Súðavík17,7Djúpivogur17,5Suðureyri16,5 Rétt er að hafa í huga að bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands fyrstu tvo veiðidagana og var gærdagurinn því fyrsti stóri strandveiðidagurinn. Frétt Stöðvar 2 um strandveiðarnar í beinni útsendingu frá Arnarstapa í gærkvöldi má sjá hér. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, með 46 tonn á þeim þremur veiðidögum sem leyfðir voru í vikunni. Patreksfjörður er í öðru sæti, með 38 tonn, og Skagaströnd í því þriðja, með 36 tonn, samkvæmt aflatölum Fiskistofu. Strandveiðikerfið felur í sér einskonar kappveiðar. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og fær hvert þeirra heildarveiðikvóta fyrir hvern mánuð næstu fjóra mánuði. Í upphafi hvers mánaðar hefst því kapphlaup milli báta innan hvers veiðisvæðis um að ná sem mestu af pottinum áður en hann klárast, sem venjulega gerist á tveimur vikum. Hver bátur má þó að hámarki veiða 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, sem jafngildir 774 kílóum af þorski upp úr sjó. Alls hafa um 400 bátar leyfi til strandveiða en samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda eru 319 þeirra byrjaðir veiðar. Fram kemur að aflann hafi þeir sótt í 651 sjóferð og meðaltalið sé 665 kíló í hverri ferð. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu nam heildarafli strandveiðibátanna eftir fyrstu vikuna samtals 418 tonnum og hefur honum verið landað á 40 stöðum. Tíu hæstu löndunarhafnir eftir fyrstu vikuna eru þessar, í tonnum talið: Bolungarvík46,0Patreksfjörður38,2Skagaströnd36,1Siglufjörður32,0Hornafjörður29,2Dalvík22,0Hólmavík18,4Súðavík17,7Djúpivogur17,5Suðureyri16,5 Rétt er að hafa í huga að bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands fyrstu tvo veiðidagana og var gærdagurinn því fyrsti stóri strandveiðidagurinn. Frétt Stöðvar 2 um strandveiðarnar í beinni útsendingu frá Arnarstapa í gærkvöldi má sjá hér.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00