Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 13:49 Eiríkur sem og annað starfsfólk við FÁ fordæmir áform Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, og þá ekki síst hvernig staðið er að málum. „Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00