Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 13:49 Eiríkur sem og annað starfsfólk við FÁ fordæmir áform Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, og þá ekki síst hvernig staðið er að málum. „Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er alrangt að það hafi verið blendnar tilfinningar hjá kennurum og öðrum starfsmönnum FÁ, þar eru einfaldlega allir á móti þessu og mönnum var verulega brugðið. Kennara og starfsmenn höfðu ekki hugmynd um þessar bollaleggingar ráðherrans fyrr en í morgunfréttum RÚV í dag. Leyndin hefur verið alger og starfsmönnum er verulega misboðið yfir þessari lágkúrulegu aðferð við einkavæðinguna,“ segir Eiríkur Brynjólfsson kennari. Hann er að tala um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans.Þetta er einkavæðing og ekkert annaðEiríkur er íslenskukennari og sérkennari en hefur að undanförnu starfað í hálfu starfi sem kennslustjóri Almennrar námsbrautar við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eiríkur segir að það sem einkum og sérílagi fari fyrir brjóst kennara og annarra starfsmanna sé leyndin. „Ég veit ekkert um skoðanir kennara innan Tækniskólans en fullyrði að allir starfsmenn FÁ eru andsnúnir þessari svokölluðu sameiningu sem heitir á íslensku einkavæðing.“ Eiríkur hefur starfað við skólann frá upphafi, tók þátt í stofnun hans og þróun en hann hóf kennslu við það sem þá var Gagnfræðaskóli verknáms í Ármúla árið 1973. Seinna var þeim skóla breytt í gagnfræðaskóla og þá framhaldsskóla 1981. Eiríkur segir að fólkið verði að koma að stofnun alvöru stofnana, slíkt sé ekki gert með gerræðislegum hætti. Og fyrir liggur að ef af þessum áformum verður, þá muni hann hætta.Harðorð yfirlýsing frá FÁStarfsfólk skólans fundaði í dag vegna málsins og var að senda frá sér harorða yfirlýsingu vegna málsins þar sem þessi áform og hvernig að þeim er staðið eru fordæmd fortakslaust: „Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent