Innlent

Braust inn í herbergi stúlku á grunnskólaaldri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögregla fékk þrjár tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði í nótt.
Lögregla fékk þrjár tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði í nótt. Vísir/Daníel
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ókunnugan karlmann í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en maðurinn fór í herbergi stúlku á heimilinu. Lögreglan hefur handtekið karlmann á þrítugsaldri vegna málsins.

Stúlkan náði að komast undan og gera öðrum heimilismönnum viðvart. Þegar forráðamenn stúlkunnar, sem er á grunnskólaaldri, leituðu að manninum í húsinu var hann á bak og burt.

Gerð var mikil leit að manninum, auk þess sem tæknideild lögreglu var kölluð á vettvang.

Þá bárust lögreglunni nokkrar aðrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í tveimur hverfum í Hafnarfirði og samkvæmt tilkynningu frá lögreglu ber lýsingum nokkuð saman við þann sem var á ferli.

Grunur lögreglu er því að einn og sami maðurinn hafi komið við sögu í öllum þessum tilvikum, þar með talið þegar farið var inn í herbergi stúlkunnar eins og áður er getið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×