Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:59 Að sögn Kristjáns B. starfar Kristín Helga formaður Rithöfundasambandsins og hennar fólk að baki læstum dyrum með öryggishnapp sér til halds og trausts. Eiríkur Örn vill fá að vita hver á vegum sambandsins sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur kallar eftir svörum: Hver það var innan Rithöfundasambands Íslands sem sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð? Eiríkur setur fram fyrirspurn þess efnis á Facebooksíðu sem heitir Menningarátökin, þar sem rætt er um málefni sem tengjast menningarmálum vítt og breytt. Í umræðum þar við upplýsir Kristján Bjarki Jónasson útgefandi að síðast þegar hann vissi þá var sérstakur neyðarhnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins og hafði honum verið komið þar fyrir vegna dauðahótana. Frá hverjum kemur ekki fram en víst er að talin hefur verið ástæða til að taka þær hótanir alvarlega. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon, þá var hann lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en Bjarni telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda.Veltir fyrir sér því að leggja fram kæru á hendur ríkinuBlaðamaður Vísis ræddi við Bjarna eftir viðtalið á X-inu og þá sagðist hann vera að ráðgast við lögmann sinn, sem er Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Bjarni sagði að ekki stæði til að leggja fram kæru á hendur Rithöfundasambandinu vegna málsins, ef til þess kæmi. „Nei, það verður ekki lögð fram kæra á hendur RSÍ, heldur ríkinu, sem er ábyrgðaraðili fyrir geðsvið Landspítalans. Ég mun skoða það með lögmönnum mínum eftir næstu helgi, þá verður tekin ákvörðun hvort farið verður í málsókn,“ sagði Bjarni.Tjáningarfrelsi Bjarna jafn mikilvægt og annarraEiríkur Örn telur vert að ljósi verði varpað á málið: „Mikið væri gott ef það kæmist nú bara á hreint hver það var – innan eða utan Rithöfundasambandsins – sem fór fram á nauðungarvistun Bjarna. Það væri öllum sennilega mikil hugarhægð að vita það bara.“ Nokkur umræða er um málið og segir til að mynda Bogi Reynisson að það hljóti að verða að taka það alvarlega, í ljósi forsögu Bjarna, ef hann tjáir sig á almannafæri um að hann vilji valda fólki skaða. En Eiríkur Örn bendir á að taka verði fullt tillit til mannréttinda hans og tjáningarfrelsis, sem og annarra.Starfsfólk Rithöfundasambandsins bak við læstar dyrKristján B. Jónasson upplýsir þá um stranga öryggisgæslu sem ríkir á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira