Maíspá Siggu Kling - Tvíburinn: Lífið er að bíða eftir þér 5. maí 2017 09:00 Elsku spennandi Tvíburinn minn. Það er í eðli þínu að vakna í maí og fara svo að sofa í september, um leið og náttúran fer á flug í kringum þig þá færðu þennan ofurkraft sem hjálpar þér að ryðja í burt öllu sem var að drepa þig úr áhyggjum fyrir nokkrum mánuðum. Þú ert búinn að vera svo ofsalega sterkur síðustu fjóra mánuði og ganga í gegnum svo mikið en núna sé ég að þú fagnar eins og enginn sé morgundagurinn! Það er mikil spenna í ástinni og það er algerlega í þínum höndum hvort þú búir til drama eða dásamlega sögu úr henni. Dásemdarplánetan Merkúr er að dansa í kringum þig og sá kraftur mun hjálpa þér með orð en það magnaðasta í lífinu að mörgu leyti er einmitt að vera orðheppinn. Slepptu öllum plönum sem tengja þig við Excel, hentu þér út í frjálst fall því lífið er að bíða eftir þér. Staðan hjá þeim sem hafa áhyggjur af húsnæði eða stað til að vera á leysist og það mun valda þér furðu að það sem þig vantar er nákvæmlega beint fyrir framan nefið á þér, ekki skrefinu lengra í burtu en það. Þetta er sumarið sem þú ættir að halda dagbók, það verður svo skoppandi skemmtilegt! En að sjálfsögðu munt þú stíga ofan í einhverja drullupolla en það verður þér alls ekki skaðlegt, heldur mun það leiða til þess að þú trítlar aðeins annan veg en þú bjóst við. Það getur verið svolítið erfitt hjá þér að taka ákvörðun. Pínulítil orka vogarinnar er staðsett inni í þessu merki og ef eitthvað bindur þig niður og heldur föstum er það bara ákvörðunarleysi og þar af leiðandi þér að kenna elskan mín en ekki alheiminum. Hafðu trú á að sú ákvörðun sem þú tekur sé rétt, ekki láta aðra segja þér hvað þú vilt því að manneskjan sem situr við stýrið í þessu lífsferðalagi ert þú sjálfur. Þú skalt því skrifa þetta handrit með skemmtilegu ívafi. Þú átt svo að vita að innra með þér býr listamaður – þú skalt prófa að gera nýja hluti eða bæta þá hluti sem þú kannt fyrir. Þú þarft að ögra þér og fara út úr þægindahringnum að þessu leyti, vegna þess að þú ert sko ekki steingeit! Mottó: Sumarið er tíminn. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku spennandi Tvíburinn minn. Það er í eðli þínu að vakna í maí og fara svo að sofa í september, um leið og náttúran fer á flug í kringum þig þá færðu þennan ofurkraft sem hjálpar þér að ryðja í burt öllu sem var að drepa þig úr áhyggjum fyrir nokkrum mánuðum. Þú ert búinn að vera svo ofsalega sterkur síðustu fjóra mánuði og ganga í gegnum svo mikið en núna sé ég að þú fagnar eins og enginn sé morgundagurinn! Það er mikil spenna í ástinni og það er algerlega í þínum höndum hvort þú búir til drama eða dásamlega sögu úr henni. Dásemdarplánetan Merkúr er að dansa í kringum þig og sá kraftur mun hjálpa þér með orð en það magnaðasta í lífinu að mörgu leyti er einmitt að vera orðheppinn. Slepptu öllum plönum sem tengja þig við Excel, hentu þér út í frjálst fall því lífið er að bíða eftir þér. Staðan hjá þeim sem hafa áhyggjur af húsnæði eða stað til að vera á leysist og það mun valda þér furðu að það sem þig vantar er nákvæmlega beint fyrir framan nefið á þér, ekki skrefinu lengra í burtu en það. Þetta er sumarið sem þú ættir að halda dagbók, það verður svo skoppandi skemmtilegt! En að sjálfsögðu munt þú stíga ofan í einhverja drullupolla en það verður þér alls ekki skaðlegt, heldur mun það leiða til þess að þú trítlar aðeins annan veg en þú bjóst við. Það getur verið svolítið erfitt hjá þér að taka ákvörðun. Pínulítil orka vogarinnar er staðsett inni í þessu merki og ef eitthvað bindur þig niður og heldur föstum er það bara ákvörðunarleysi og þar af leiðandi þér að kenna elskan mín en ekki alheiminum. Hafðu trú á að sú ákvörðun sem þú tekur sé rétt, ekki láta aðra segja þér hvað þú vilt því að manneskjan sem situr við stýrið í þessu lífsferðalagi ert þú sjálfur. Þú skalt því skrifa þetta handrit með skemmtilegu ívafi. Þú átt svo að vita að innra með þér býr listamaður – þú skalt prófa að gera nýja hluti eða bæta þá hluti sem þú kannt fyrir. Þú þarft að ögra þér og fara út úr þægindahringnum að þessu leyti, vegna þess að þú ert sko ekki steingeit! Mottó: Sumarið er tíminn. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira