Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla funduðu í hádeginu í gær um fyrirhugaða sameiningu. Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á fundinn. Kennarar ætla að hittast aftur í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu. vísir/ernir „Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent