Innlent

Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tækniskólinn.
Tækniskólinn. Vísir/Eyþór
Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, að því er heimildir fréttastofu RÚV herma.

Er rætt við Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra en vildi hann sem minnst segja um fyrirhugaða sameiningu en að unnið væri að því að finna leiðir til að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Ekkert hafi þó verið ákveðið í þessum málum og ekkert hafi verið tilkynnt opinberlega.

Skólastjórar skólanna vísa báðir á menntamálaráðuneytið. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust og er stærsti framhaldsskóli landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla var stofnaður árið 1981.

Ekki náðist í menntamálaráðherra, né skólastjóra skólanna, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×