Erlent

Dularfullur fundur í Buckinghamhöll

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Allt hátt sett starfsfólk bresku krúnunnar hefur verið kallað saman til fundar í Buckinghamhöll.
Allt hátt sett starfsfólk bresku krúnunnar hefur verið kallað saman til fundar í Buckinghamhöll. Vísir/Getty
Allt hátt sett starfsfólk bresku krúnunnar hefur verið kallað til fundar í Buckinghamhöll.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru slíkir fundir yfirleitt haldnir einu sinni á ári.

Orðrómur fór á kreik snemma í morgun að fundurinn snerist um heilsuleysi drottningarinnar eða eiginmanns hennar, Filippusar prins.

Samkvæmt Peter Hunt, fréttaritara BBC um konungsfjölskylduna er það ekki tilfellið, en drottningin fundaði með Theresu May forsætisráðherra í gær til að ræða þingslit vegna fyrirhugaðra þingkosninga þar í landi og Filipp prins var við opnun nýrrar krikket stúku. 

Ekkert hefur verið tilkynnt um efni fundarins, en breskir miðlar virðast þó flestir telja að stórra frétta sé að vænta og er fjöldi fólks komið saman fyrir utan höllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×