Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Innan sveitarfélagsins eru óteljandi náttúruperlur og ferðamönnum fjölgar stöðugt. vísir/vilhelm „Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira