Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Runólfur Ágústsson á börn á aldrinum tveggja til þrítugs. Hann er formaður í óformlegum félagsskap eldri feðra. vísir/anton brink „Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira