Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 21:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing stræti 10 í dag. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar ráðamenn Evrópusambandsins, um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á komandi þingkosningar í landinu, sem fara fram í júní næstkomandi, með hótunum sínum í aðdraganda komandi Brexit viðræðnanna. Ummælin lét May falla í ræðu fyrir utan Downing stræti númer 10, þar sem hún sagði að „embættismenn í Brussel,“ vildu helst sjá komandi samningaviðræður mistakast. Þannig vísaði hún í fréttir þess efnis sem birtust í þýsku dagblaði nú á dögunum, um að til orðaskipta hefðu komið á milli hennar og Jean Claude Juncker, leiðtoga framkvæmdastjórnar ESB. Hún segir að sú staðreynd að samræður þeirra hafi lekið í fjölmiðla, bendi til þess að samningaviðræðurnar verði harðari og að spenna á milli Bretlands og Evrópusambandsins eigi eftir að aukast. Hún gagnrýnir fréttaflutning evrópskra fjölmiðla um komandi viðræður.Stefna Bretlands í komandi samningaviðræðum er mistúlkuð í fjölmiðlum á meginlandinu. Afstaða ESB hefur harðnað og evrópskir ráðamenn hafa hótað Bretlandi. Hún segir að tímasetning þessara hótana sé engin tilviljun, en markmiðið sé að reyna að hafa áhrif á útkomu komandi þingkosninga í Bretlandi, sem fara fram í júní. Hún segist vilja ná fram góðum samningum, í samvinnu við Evrópusambandið. En atburðir síðastliðnu daga, sýna að sama hvað við viljum og sama hve sanngjarnir sumir ráðamenn eru í Evrópu, þá eru til staðar þeir stjórnmálamenn í Brussel sem vilja ekki að samningar náist. Breskir stjórnmálamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar hafa harðlega gagnrýnt May fyrir þessi ummæli. Þannig segir Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, að May sýni afar óábyrga hegðun með því að reyna að láta Brexit viðræðurnar snúast um breska flokkadrætti. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, tekur í svipaðan streng og segir að það sé augljóst að May ætli sér að láta það líta út fyrir að Íhaldsflokkurinn sé eini flokkurinn sem muni geta staðið vörð um hagsmuni Breta, í tilraun til þess að slá ryki í augu almennings og dreifa athyglinni frá lélegri efnahagsstjórn Íhaldsflokksins.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira