Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2017 17:37 Niðurstöður úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. vísir/gva Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira