Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Ritstjórn skrifar 3. maí 2017 15:30 Það eru fimm ár frá því að Stan Smith strigaskórnir komu með endurkomu aldarinnar. Mynd/Getty Strigaskórnir Stan Smith, sem skírðir voru í höfuðið á tennisleikaranum Stan Smith, voru fyrst kynntir til leiks árið 1971. Þá var Smith á hátindi ferilsins. Hann lagði þó spaðann á hilluna í byrjun níunda áratugarins. Skórnir voru þó alltaf vinsælir. Í dag hafa selst 50 milljón pör af skónum frægu. Strigaskórnir hafa verið til sölu hjá Adidas samfleytt frá 1971, þrátt fyrir að það séu fimm ár síðan þeir komu með endurkomu aldarinnar. Eftir að listrænn stjórnandi Céline, Pheobe Philo, sást klæðast skónum á tískuvikunum urði þessir klassísku strigaskór vinsælir á ný. Adidas vinnur um þessar mundir að því að draga fleiri klassíska strigaskó fram og gera þá vinsæla á ný. Það hefur orðið mikil aukning á sölu á Gazelle strigaskónum seinustu tvö ár, en þó ekki nærri því jafn mikið og Stan Smith skórnir. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt til þess að slá í gegn hjá viðskiptavinunum. Mest lesið Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp prýða forsíðu franska Vogue Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Eiga von á sínu fyrsta barni Glamour
Strigaskórnir Stan Smith, sem skírðir voru í höfuðið á tennisleikaranum Stan Smith, voru fyrst kynntir til leiks árið 1971. Þá var Smith á hátindi ferilsins. Hann lagði þó spaðann á hilluna í byrjun níunda áratugarins. Skórnir voru þó alltaf vinsælir. Í dag hafa selst 50 milljón pör af skónum frægu. Strigaskórnir hafa verið til sölu hjá Adidas samfleytt frá 1971, þrátt fyrir að það séu fimm ár síðan þeir komu með endurkomu aldarinnar. Eftir að listrænn stjórnandi Céline, Pheobe Philo, sást klæðast skónum á tískuvikunum urði þessir klassísku strigaskór vinsælir á ný. Adidas vinnur um þessar mundir að því að draga fleiri klassíska strigaskó fram og gera þá vinsæla á ný. Það hefur orðið mikil aukning á sölu á Gazelle strigaskónum seinustu tvö ár, en þó ekki nærri því jafn mikið og Stan Smith skórnir. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt til þess að slá í gegn hjá viðskiptavinunum.
Mest lesið Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp prýða forsíðu franska Vogue Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Eiga von á sínu fyrsta barni Glamour