Innlent

Ölvaður farþegi ógnaði gestum Keflavíkurflugvallar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Vísir/GVA
Óskað var aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna mjög ölvaðs farþega í brottfararsal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði hann verið með ógnandi framkomu við gesti og gangandi.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist maðurinn vera í annarlegu ástandi og óviðræðuhæfur. Hann var því handtekinn vegna ölvunar á almannafæri og færður á lögreglustöð, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þá framvísaði flugfarþegi sem var á leið til Toronto um helgina, með viðkomu á Keflavíkurflugvelli, ítölsku vegabréfi sem reyndist vera stolið. Viðkomandi var færður á lögreglustöð til skýrslutöku

Um helgina var tveimur farþegum einnig meinað að fara um borð í flug frá Keflavíkurflugvelli þar sem grunur lék á að viðkomandi væru undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×