Lífið

Svala og danski keppandinn alveg eins klæddar í Kænugarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottar báðar úti í Kænugarði.
Flottar báðar úti í Kænugarði. Eurovision.tv
Anja Nissen og Svala Björgvinsdóttir eru að vekja mikla athygli í Kænugarði en þær eiga það sameiginlegt að koma fram fyrir sína þjóð í Eurovision.

Nissen mun flytja lagið Where I Am og kemur hún fram á seinna undanúrslitakvöldinu þann 11. maí. Svala Björgvinsdóttir flytur lagið Paper þann 9. maí á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Þessar frábæru söngkonur eiga meira sameiginlegt en þær klæddu sig alveg nákvæmlega eins úti í Kænugarði í vikunni. Svala kemur sjálf inn á málið á Twitter og Facebook.

Umræddur jakki er eftir Hrafnhildi Arnardóttur sem kallar sig Shoplifter. Hann er hluti af línu sem Hrafnhildur hannaði fyrir keðjuna & Other Stories og hrósar Svala Önju sérstaklega fyrir að hafa nælt sér í jakkann þar sem hann hafi verið í takmörkuðu upplagi.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.