Lífið

Fékk standandi lófaklapp eftir ótrúleg tilþrif á flygilinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myers sló í gegn.
Myers sló í gegn.
Tokio Myers vakti mikla athygli í raunveruleikaþáttunum Britains Got Talent á dögunum þegar hann mætti með flygilinn á sviðið.

Hann flutti lögin Clair De Lune með Debussy og Bloodstream með Ed Sheeran, og gerði það á virkilega frumlegan og skemmtilegan hátt.

Dómararnir voru greinilega yfirsig hrifnir með flutninginn og fékk Myers standandi lófaklapp frá þeim, eins og nánast öllum salnum.

Hér að neðan má sjá flutning hans en Britains Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×