Innlent

Rambo hefur ekki rætt við lögregluna

Snærós Sindradóttir skrifar
Artur Jarmoszko hvarf 1. mars síðastliðinn.
Artur Jarmoszko hvarf 1. mars síðastliðinn.
Einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski, kallaður Rambo, sem var ráðinn til að aðstoða við leitina að Artur Jarm­oszko hefur ekki sett sig í samband við lögregluna vegna rannsóknarinnar. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan 1. mars.

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. „Ég ætla að vona að það komi eitthvað út úr þessu hjá þessum manni,“ segir Guðmundur. Hann segist þó vonlítill um það þar sem rannsókn lögreglu hefur verið ítarleg en engan árangur borið.

Fjölskylda Arturs hefur í fjölmiðlum gagnrýnt meint aðgerðaleysi lögreglunnar í málinu. Guðmundur segir það af og frá. „Það stemmir bara ekki. En við getum ekki endalaust gengið fjörur.“

Nánir vinir Arturs og lögregla telja að hvarf hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti.


Tengdar fréttir

Einkaaðili í Póllandi rannsakar hvarfið á Arturi

Fjölsklda Arturs Jarmoszko, sem saknað hefur verið í fjörutíu daga, hefur ráðið einkaaðila í Póllandi til að rannsaka hvarfið á honum. Þá hafa pólskir miðlar sýnt málinu áhuga og segir pólskur blaðamaður sem staddur er hér á landi að mörgum spurningum sé ósvarað í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×