Umbætur Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar?
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar