Níu ára sonur Katrínar fékk bréf um að hann væri orðinn stjórnarformaður Byggðastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 16:07 Illugi Gunnarsson, bréfið sem níu ára alnafni hans fékk og Katrín Jakobsdóttir, móðir Illuga yngri. Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman. Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman.
Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00