Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:29 Fyrirlesturinn fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Vísir/GVA Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira