Erlent

27 slösuðust eftir sérstaklega slæma ókyrrð í flugi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Minnst 27 manns slösuðust þegar flug rússneska flugfélagsins Aeroflot frá Moskvu til Bangkok lenti í sérstaklega slæmri ókyrrð.
Minnst 27 manns slösuðust þegar flug rússneska flugfélagsins Aeroflot frá Moskvu til Bangkok lenti í sérstaklega slæmri ókyrrð. Vísir/Getty/Skjáskot
Minnst 27 manns slösuðust þegar flug rússneska flugfélagsins Aeroflot frá Moskvu til Bangkok lenti í sérstaklega slæmri ókyrrð. 24 þeirra særðu eru rússneskir ríkisborgarar en hinir þrír eru tælenskir.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að farþegarnir hafi slasast í „verulegri ókyrrð“ um 40 mínútum áður en vélin lenti í Bangkok.Ókyrrðin gerði ekki boð á undan sér, heiðskýrt var í lofti og gat áhöfnin því ekki gert neinar varúðarráðstafanir.

Einn farþeganna birti myndband á Instagram síðu sinni. Hann segir að ókyrrðin hafi verið svo slæm að fólk hafi kastast um í flugvélinni.

„Blóð alls staðar, fólk með brotin bein, nef, opin brot, börn með áverka á höfði, ég gæti haldið áfram endalaust,“ skrifar hann.

Samkvæmt rússneska sendiráðinu í Taílandi voru allir þeirra slösuðu sendir á sjúkrahús, flestir voru með beinbrot eða brákuð bein.

„Ástæða fyrir áverkunum er að sumir farþeganna höfðu ekki verið með sætisólar spenntar.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×