Lífið

Svala frumsýndi hluta búningsins á fyrstu æfingunni í Kænugarði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu.
Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó
Íslenski Eurovision hópurinn lenti í Kænugarði í Úkraínu í gær og er undirbúningur fyrir keppnina strax kominn á fullt.

Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu í morgun og klæddist hún þar hluta búningsins sem hún mun keppa í.

Vísir greindi frá því í gær að farangur hópsins hefði ekki skilað sér á áfangastað. Þau voru þó við öllu búin og allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna voru með í handfarangri.

Í frétt RÚV segir að hún hafi á æfingunni ekki komið fram í þeim fatnaði sem hún mun keppa í, en hún var þó í hluta búningsins. Er það kannski þessi stóra hvíta skikkja?



Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.


Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×