Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 15:07 Í allri hönnun hverfisins verður lögð áhersla á svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir Nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt í auglýsingu fyrir Gelgjutanga í Vogabyggð og fer það í sex vikna formlegt kynningarferli í næstu viku. Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog í Kleppslandi til móts við Grafarvog. Áætlanir gera ráð fyrir 1.100 – 1.300 íbúðum í allri Vogabyggð. Svæðinu á Gelgjutanga er skipt upp í fimm lóðir og á félagið Festi fjórar af þeim. Festi er í eigu Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, og nær nýja deiluskipulagið sem samþykkt var fyrir Gelgjutanga yfir eitt af þeim fjórum svæðum sem félag Ólafs á. Festi á allar byggingar sem fyrir eru á Gelgjutanga sem þarf að rífa fyrir nýja byggð. Hluti af stærra þróunarsvæði Skipulagssvæði Vogabyggðar er hluti af stærra þróunarsvæði við Elliðaárvog og Ártúnshöfða sem eru landfræðilega í miðri Reykjavík. Svæðið verður endurskipulagt og byggt upp samkvæmt áherslum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Það er skilgreint sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun þar sem iðnaðar- og athafnasvæði er breytt í íbúðabyggð. Í skipulagstillögunni er lögð rík áhersla á fjölbreytta byggð, góð almenningsrými og tengingar við nálæg útivistarsvæði. Þannig getur hverfið orðið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúru. Markmið skipulagsins er að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð í Vogabyggð þar sem húsbyggjendur og hönnuðir fá svigrúm til sköpunar í gerð mannvirkja sem jafnframt verða hluti af heildarmynd samfelldrar byggðar.Bjarg reisir 75 íbúðir Nýlega skrifaði Reykjavíkurborg undir samninga um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Gelgjutanga en heildarfjöldinn þar verður 349 íbúðir. Inni í þeirri tölu eru 75 íbúðir sem Bjarg – íbúðafélag ASÍ og BSRB mun byggja og eru þær ætlaðar fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Gert er ráð fyrir landfyllingu til austurs á Gelgjutanga og hækkun og aðlögun lands við ströndina. Við uppbyggingu Vogabyggðar verður lögð áhersla á vandaða hönnun og samræmda efnisnotkun þannig að byggðin fái fallegt og heildstætt yfirbragð. Þá er notagildi, ásýnd og gæði almenningsrýmis og svæða hátt metin. Reynt verður að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif við framkvæmdir í hverfinu, á líftíma mannvirkja og við notkun hverfisins.Ljósar byggingar og græn þök Í allri hönnun hverfisins verður lögð áhersla á svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir . Græn þök og önnur gróðurþekja eru mikilvægir þættir í blágrænum ofanvatnslausnum sem geta haft jákvæð áhrif á vistkerfið á margan hátt. Til dæmis finna fuglar sér stundum varpstaði á gróðursælum þökum í skjóli frá ófleygum óvinum. Þá er hugað að styrkingu vistkerfisins og aukna líffræðilega fjölbreytni í skipulagsvinnunni. Ásýnd og yfirbragð Vogabyggðar mun einkennast af ljósum byggingum sem endurspegla hvort tveggja í senn fjölbreytileika og heildarsvip hverfisins. Gróður skal nýttur í yfirborð bygginga og lóða. Þannig er stuðlað að skilvirkum ofanvatnslausnum, líffræðilegri fjölbreytni og gróðursælum svip hverfisins. Nokkrar staðreyndir um deiliskipulagiðHámarksbyggingarmagn húsnæðis (A+B rými), þ.e. brúttóflatarmál sbr. ÍST 50, orðið allt að 33.300m2Hjóla- og bílageymslur (A+B rými) allt að 6.880m2 auk bílageymsluhúss sem er allt að 6.880m2Heildarbyggingarmagn í íbúðarbyggð getur orðið allt að 47.080m2 ásamt bílageymsluhúsiFjöldi íbúða í íbúðarbyggð getur orðið allt að 350. Viðmiðunarstærð íbúða er 100m2 brúttó flötur íbúðarhúss, en lægra viðmið er á lóð 1-1.Nýta má allt að 20% byggingarmagns fyrir atvinnustarfsemi.Fyrirliggjandi byggingar eru 7.012m2. Þær verða fjarlægðar til þess að framfylgja megi deiliskipulagi.Gott rými fyrir gangandi og hjólandi Samgöngukerfi Vogabyggðar tryggir jafnræði allra samgöngumáta og gerir skýran greinarmun á aðalgötu og íbúðargötum. Aðalgata Vogabyggðar, Dugguvogur, hlykkjast í gegnum hverfið og skilur að atvinnusvæði og íbúðarbyggð. Þar er gert ráð fyrir almenningsvögnum, hjólareinum og meiri umferðarþunga en í íbúðargötum hverfisins. Strandgatan sem heitir Drómundarvogur, tengist öllum svæðum Vogabyggðar. Þar verða allir samgöngumátar nýttir en með áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur. Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt í auglýsingu fyrir Gelgjutanga í Vogabyggð og fer það í sex vikna formlegt kynningarferli í næstu viku. Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog í Kleppslandi til móts við Grafarvog. Áætlanir gera ráð fyrir 1.100 – 1.300 íbúðum í allri Vogabyggð. Svæðinu á Gelgjutanga er skipt upp í fimm lóðir og á félagið Festi fjórar af þeim. Festi er í eigu Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, og nær nýja deiluskipulagið sem samþykkt var fyrir Gelgjutanga yfir eitt af þeim fjórum svæðum sem félag Ólafs á. Festi á allar byggingar sem fyrir eru á Gelgjutanga sem þarf að rífa fyrir nýja byggð. Hluti af stærra þróunarsvæði Skipulagssvæði Vogabyggðar er hluti af stærra þróunarsvæði við Elliðaárvog og Ártúnshöfða sem eru landfræðilega í miðri Reykjavík. Svæðið verður endurskipulagt og byggt upp samkvæmt áherslum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Það er skilgreint sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun þar sem iðnaðar- og athafnasvæði er breytt í íbúðabyggð. Í skipulagstillögunni er lögð rík áhersla á fjölbreytta byggð, góð almenningsrými og tengingar við nálæg útivistarsvæði. Þannig getur hverfið orðið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúru. Markmið skipulagsins er að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð í Vogabyggð þar sem húsbyggjendur og hönnuðir fá svigrúm til sköpunar í gerð mannvirkja sem jafnframt verða hluti af heildarmynd samfelldrar byggðar.Bjarg reisir 75 íbúðir Nýlega skrifaði Reykjavíkurborg undir samninga um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Gelgjutanga en heildarfjöldinn þar verður 349 íbúðir. Inni í þeirri tölu eru 75 íbúðir sem Bjarg – íbúðafélag ASÍ og BSRB mun byggja og eru þær ætlaðar fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Gert er ráð fyrir landfyllingu til austurs á Gelgjutanga og hækkun og aðlögun lands við ströndina. Við uppbyggingu Vogabyggðar verður lögð áhersla á vandaða hönnun og samræmda efnisnotkun þannig að byggðin fái fallegt og heildstætt yfirbragð. Þá er notagildi, ásýnd og gæði almenningsrýmis og svæða hátt metin. Reynt verður að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif við framkvæmdir í hverfinu, á líftíma mannvirkja og við notkun hverfisins.Ljósar byggingar og græn þök Í allri hönnun hverfisins verður lögð áhersla á svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir . Græn þök og önnur gróðurþekja eru mikilvægir þættir í blágrænum ofanvatnslausnum sem geta haft jákvæð áhrif á vistkerfið á margan hátt. Til dæmis finna fuglar sér stundum varpstaði á gróðursælum þökum í skjóli frá ófleygum óvinum. Þá er hugað að styrkingu vistkerfisins og aukna líffræðilega fjölbreytni í skipulagsvinnunni. Ásýnd og yfirbragð Vogabyggðar mun einkennast af ljósum byggingum sem endurspegla hvort tveggja í senn fjölbreytileika og heildarsvip hverfisins. Gróður skal nýttur í yfirborð bygginga og lóða. Þannig er stuðlað að skilvirkum ofanvatnslausnum, líffræðilegri fjölbreytni og gróðursælum svip hverfisins. Nokkrar staðreyndir um deiliskipulagiðHámarksbyggingarmagn húsnæðis (A+B rými), þ.e. brúttóflatarmál sbr. ÍST 50, orðið allt að 33.300m2Hjóla- og bílageymslur (A+B rými) allt að 6.880m2 auk bílageymsluhúss sem er allt að 6.880m2Heildarbyggingarmagn í íbúðarbyggð getur orðið allt að 47.080m2 ásamt bílageymsluhúsiFjöldi íbúða í íbúðarbyggð getur orðið allt að 350. Viðmiðunarstærð íbúða er 100m2 brúttó flötur íbúðarhúss, en lægra viðmið er á lóð 1-1.Nýta má allt að 20% byggingarmagns fyrir atvinnustarfsemi.Fyrirliggjandi byggingar eru 7.012m2. Þær verða fjarlægðar til þess að framfylgja megi deiliskipulagi.Gott rými fyrir gangandi og hjólandi Samgöngukerfi Vogabyggðar tryggir jafnræði allra samgöngumáta og gerir skýran greinarmun á aðalgötu og íbúðargötum. Aðalgata Vogabyggðar, Dugguvogur, hlykkjast í gegnum hverfið og skilur að atvinnusvæði og íbúðarbyggð. Þar er gert ráð fyrir almenningsvögnum, hjólareinum og meiri umferðarþunga en í íbúðargötum hverfisins. Strandgatan sem heitir Drómundarvogur, tengist öllum svæðum Vogabyggðar. Þar verða allir samgöngumátar nýttir en með áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur.
Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent