Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:35 Þórólfur segir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til þess að sporna við áframhaldandi útbreiðslu. Vísir/Getty Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit á Meradölum vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit á Meradölum vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira