Núna kann ég næstum því að tala færeysku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 21:00 Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku." Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku."
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34