Flugmenn uppseldir á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira