Lífið

Falleg íslensk heimili: Draumaraðhús við sjávarloftið úti á Nesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við Nesbala yst á Seltjarnarnesi býr arkitektinn Berglind Berndsen ásamt eiginmanni og börnum. Húsið var byggt árið 1979 og hannað af Gylfa Guðjónssyni arkitekt. Gylfi var nýkominn úr námi frá Þýskalandi þegar hann hannaði húsið og var undir miklum þýskum áhrifum.

Byggðin við Nesbala á Seltjarnarnesi nýtur þeirrar sérstöðu að liggja þétt að óbyggðarsvæðinu vestast á nesinu sem er ein af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Í síðasta þætti var farið í heimsókn á Nesbalann í þáttunum Falleg íslensk heimili.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×