Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 14:30 Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp. Mynd/Antonía Lárusdóttir Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum.Neytendastofa hefur komist að því að notast hafi verið við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi fyrir jól. „Þetta er náttúrulega gömul herferð sem er keyrð þarna. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er herferð sem fer í gang þarna í desember og það hefur mikið breyst síðan,“ segir Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp, í samtali við Vísi. * „Þetta er týpískt dæmi þegar þróun fer fram úr regluverki. Þarna voru leiðbeiningar ekki nógu skýrar á þeim tíma sem við keyrðum herferðina. Síðan þá hefur Neytendastofa uppfært leiðbeiningarnar og við höfum alltaf lagt upp úr því að fylgja lögum og reglum í hverju landi fyrir sig.“ Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að leiðbeiningum um auðþekkjanlegar auglýsingar hafi ekki verið breytt frá desember síðastliðnum. Hún segir að umræða hafi skapast um hvort breyta þurfi leiðbeiningunum í ljósi þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi færst í aukana. Það hafi þó ekki enn verið gert og væri tilgreint í skjali á vef Neytendastofu ef svo væri.Ört vaxandi umhverfi Aðspurður segir Jón Bragi að Ghostlamp fari alltaf fram á að áhrifvaldar merki kostaðar færslur með myllumerkinu #ad. „Að sjálfsögðu. Þessi myllumerki sem voru notuð í þessari tilteknu herferð, á þessum tíma þá töldum við að það væri nægilega skýrt tekið fram (að um auglýsingu væri að ræða) en síðan þá höfum við lagt áherslu á að það sé tekið skýrar fram,“ segir Jón Bragi. „Þetta er ört vaxandi umhverfi og samfélagsmiðlunum hefur bara fjölgað og form þeirra breytist ört líka. Svo er náttúrulega spurning um fleiri samfélagsmiðla. Þetta er ekki bara Instagram, þetta eru fleiri miðlar.“ Hann segir að verið sé að byggua upp ramma í kringum markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Við erum brautryðjendur hérna. Þetta er nýtt á nálinni og er ört vaxandi og breytist mjög hratt. Eins og ég segi þá höfum við alltaf lagt upp með það að fylgja þeim lögum og reglum sem eru sett í hverju landi fyrir sig og erum að byggja upp ramma í kringum svona markaðssetningu og það hefur alltaf verið okkur fremst í huga.“Hafa misst viðskiptavini vegna #ad Mikil umræða hefur skapast um mál Krónunnar og 17 sorta í Facebook hópnum Markaðsnördar. Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi fyrirtækisins Takumi, sem sér um að tengja fyrirtæki og áhrifavalda rétt eins og Ghostlamp, er einn þeirra sem tekur þar til máls. Hann segir að Takumi hafi í langan tíma tekið harðar á því að vörumerki noti #ad til að auðkenna auglýsingar. Þau geri það nú að kröfu að það sé notað og hafi það valdið því að fyrirtækið missi stóra viðskiptavini sem vilji ekki að myllumerkið sé notað. „Við sjáum til þess að allir noti #ad, annars fær enginn borgað, en við pössum líka upp á að #ad sé ekki fjarlægt á neinum tímapunkti úr caption. Spurningin hver er ábyrgur er mjög góð og alls ekki augljóst þegar svona margir aðilar koma að málinu: social platformið (Instagram t.d.), áhrifavaldur, vörumerki, auglýsingastofa og milligönguliður (Takumi, Ghostlamp, Eylenda eða aðrir "agents"),“ skrifar Jökull. „Neytendastofa áskilur sér rétt til að gera áhrifavald, milligönguliði og vörumerki ábyrgt. En í þessum álitum og dómum er það yfirleitt vörumerkið sem ber ultimate ábyrgð því það er aðilinn sem ber kostnaðinn, og kannski til einföldunar að rekja málið þangað ef um sekt eða bann er að ræða. Það eru ýmis fordæmi fyrir því að áhrifavaldar hafi fengið viðvaranir, en þegar kemur að sektum sýnist mér vörumerkin lenda í því. Ég sé fyrir mér að neytendaeftirlit fari að fókusa meira á milligönguliðina samt, því þau eru í stöðu til að tryggja að #ad sé notað jafnvel fyrir micro-áhrifavalda sem getur verið erfiðara að fylgjast með.“ Neytendur Tengdar fréttir 400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum.Neytendastofa hefur komist að því að notast hafi verið við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi fyrir jól. „Þetta er náttúrulega gömul herferð sem er keyrð þarna. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er herferð sem fer í gang þarna í desember og það hefur mikið breyst síðan,“ segir Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp, í samtali við Vísi. * „Þetta er týpískt dæmi þegar þróun fer fram úr regluverki. Þarna voru leiðbeiningar ekki nógu skýrar á þeim tíma sem við keyrðum herferðina. Síðan þá hefur Neytendastofa uppfært leiðbeiningarnar og við höfum alltaf lagt upp úr því að fylgja lögum og reglum í hverju landi fyrir sig.“ Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að leiðbeiningum um auðþekkjanlegar auglýsingar hafi ekki verið breytt frá desember síðastliðnum. Hún segir að umræða hafi skapast um hvort breyta þurfi leiðbeiningunum í ljósi þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi færst í aukana. Það hafi þó ekki enn verið gert og væri tilgreint í skjali á vef Neytendastofu ef svo væri.Ört vaxandi umhverfi Aðspurður segir Jón Bragi að Ghostlamp fari alltaf fram á að áhrifvaldar merki kostaðar færslur með myllumerkinu #ad. „Að sjálfsögðu. Þessi myllumerki sem voru notuð í þessari tilteknu herferð, á þessum tíma þá töldum við að það væri nægilega skýrt tekið fram (að um auglýsingu væri að ræða) en síðan þá höfum við lagt áherslu á að það sé tekið skýrar fram,“ segir Jón Bragi. „Þetta er ört vaxandi umhverfi og samfélagsmiðlunum hefur bara fjölgað og form þeirra breytist ört líka. Svo er náttúrulega spurning um fleiri samfélagsmiðla. Þetta er ekki bara Instagram, þetta eru fleiri miðlar.“ Hann segir að verið sé að byggua upp ramma í kringum markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Við erum brautryðjendur hérna. Þetta er nýtt á nálinni og er ört vaxandi og breytist mjög hratt. Eins og ég segi þá höfum við alltaf lagt upp með það að fylgja þeim lögum og reglum sem eru sett í hverju landi fyrir sig og erum að byggja upp ramma í kringum svona markaðssetningu og það hefur alltaf verið okkur fremst í huga.“Hafa misst viðskiptavini vegna #ad Mikil umræða hefur skapast um mál Krónunnar og 17 sorta í Facebook hópnum Markaðsnördar. Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi fyrirtækisins Takumi, sem sér um að tengja fyrirtæki og áhrifavalda rétt eins og Ghostlamp, er einn þeirra sem tekur þar til máls. Hann segir að Takumi hafi í langan tíma tekið harðar á því að vörumerki noti #ad til að auðkenna auglýsingar. Þau geri það nú að kröfu að það sé notað og hafi það valdið því að fyrirtækið missi stóra viðskiptavini sem vilji ekki að myllumerkið sé notað. „Við sjáum til þess að allir noti #ad, annars fær enginn borgað, en við pössum líka upp á að #ad sé ekki fjarlægt á neinum tímapunkti úr caption. Spurningin hver er ábyrgur er mjög góð og alls ekki augljóst þegar svona margir aðilar koma að málinu: social platformið (Instagram t.d.), áhrifavaldur, vörumerki, auglýsingastofa og milligönguliður (Takumi, Ghostlamp, Eylenda eða aðrir "agents"),“ skrifar Jökull. „Neytendastofa áskilur sér rétt til að gera áhrifavald, milligönguliði og vörumerki ábyrgt. En í þessum álitum og dómum er það yfirleitt vörumerkið sem ber ultimate ábyrgð því það er aðilinn sem ber kostnaðinn, og kannski til einföldunar að rekja málið þangað ef um sekt eða bann er að ræða. Það eru ýmis fordæmi fyrir því að áhrifavaldar hafi fengið viðvaranir, en þegar kemur að sektum sýnist mér vörumerkin lenda í því. Ég sé fyrir mér að neytendaeftirlit fari að fókusa meira á milligönguliðina samt, því þau eru í stöðu til að tryggja að #ad sé notað jafnvel fyrir micro-áhrifavalda sem getur verið erfiðara að fylgjast með.“
Neytendur Tengdar fréttir 400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00