Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 14:30 Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp. Mynd/Antonía Lárusdóttir Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum.Neytendastofa hefur komist að því að notast hafi verið við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi fyrir jól. „Þetta er náttúrulega gömul herferð sem er keyrð þarna. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er herferð sem fer í gang þarna í desember og það hefur mikið breyst síðan,“ segir Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp, í samtali við Vísi. * „Þetta er týpískt dæmi þegar þróun fer fram úr regluverki. Þarna voru leiðbeiningar ekki nógu skýrar á þeim tíma sem við keyrðum herferðina. Síðan þá hefur Neytendastofa uppfært leiðbeiningarnar og við höfum alltaf lagt upp úr því að fylgja lögum og reglum í hverju landi fyrir sig.“ Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að leiðbeiningum um auðþekkjanlegar auglýsingar hafi ekki verið breytt frá desember síðastliðnum. Hún segir að umræða hafi skapast um hvort breyta þurfi leiðbeiningunum í ljósi þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi færst í aukana. Það hafi þó ekki enn verið gert og væri tilgreint í skjali á vef Neytendastofu ef svo væri.Ört vaxandi umhverfi Aðspurður segir Jón Bragi að Ghostlamp fari alltaf fram á að áhrifvaldar merki kostaðar færslur með myllumerkinu #ad. „Að sjálfsögðu. Þessi myllumerki sem voru notuð í þessari tilteknu herferð, á þessum tíma þá töldum við að það væri nægilega skýrt tekið fram (að um auglýsingu væri að ræða) en síðan þá höfum við lagt áherslu á að það sé tekið skýrar fram,“ segir Jón Bragi. „Þetta er ört vaxandi umhverfi og samfélagsmiðlunum hefur bara fjölgað og form þeirra breytist ört líka. Svo er náttúrulega spurning um fleiri samfélagsmiðla. Þetta er ekki bara Instagram, þetta eru fleiri miðlar.“ Hann segir að verið sé að byggua upp ramma í kringum markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Við erum brautryðjendur hérna. Þetta er nýtt á nálinni og er ört vaxandi og breytist mjög hratt. Eins og ég segi þá höfum við alltaf lagt upp með það að fylgja þeim lögum og reglum sem eru sett í hverju landi fyrir sig og erum að byggja upp ramma í kringum svona markaðssetningu og það hefur alltaf verið okkur fremst í huga.“Hafa misst viðskiptavini vegna #ad Mikil umræða hefur skapast um mál Krónunnar og 17 sorta í Facebook hópnum Markaðsnördar. Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi fyrirtækisins Takumi, sem sér um að tengja fyrirtæki og áhrifavalda rétt eins og Ghostlamp, er einn þeirra sem tekur þar til máls. Hann segir að Takumi hafi í langan tíma tekið harðar á því að vörumerki noti #ad til að auðkenna auglýsingar. Þau geri það nú að kröfu að það sé notað og hafi það valdið því að fyrirtækið missi stóra viðskiptavini sem vilji ekki að myllumerkið sé notað. „Við sjáum til þess að allir noti #ad, annars fær enginn borgað, en við pössum líka upp á að #ad sé ekki fjarlægt á neinum tímapunkti úr caption. Spurningin hver er ábyrgur er mjög góð og alls ekki augljóst þegar svona margir aðilar koma að málinu: social platformið (Instagram t.d.), áhrifavaldur, vörumerki, auglýsingastofa og milligönguliður (Takumi, Ghostlamp, Eylenda eða aðrir "agents"),“ skrifar Jökull. „Neytendastofa áskilur sér rétt til að gera áhrifavald, milligönguliði og vörumerki ábyrgt. En í þessum álitum og dómum er það yfirleitt vörumerkið sem ber ultimate ábyrgð því það er aðilinn sem ber kostnaðinn, og kannski til einföldunar að rekja málið þangað ef um sekt eða bann er að ræða. Það eru ýmis fordæmi fyrir því að áhrifavaldar hafi fengið viðvaranir, en þegar kemur að sektum sýnist mér vörumerkin lenda í því. Ég sé fyrir mér að neytendaeftirlit fari að fókusa meira á milligönguliðina samt, því þau eru í stöðu til að tryggja að #ad sé notað jafnvel fyrir micro-áhrifavalda sem getur verið erfiðara að fylgjast með.“ Neytendur Tengdar fréttir 400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum.Neytendastofa hefur komist að því að notast hafi verið við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi fyrir jól. „Þetta er náttúrulega gömul herferð sem er keyrð þarna. Það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er herferð sem fer í gang þarna í desember og það hefur mikið breyst síðan,“ segir Jón Bragi Gíslason, forstjóri Ghostlamp, í samtali við Vísi. * „Þetta er týpískt dæmi þegar þróun fer fram úr regluverki. Þarna voru leiðbeiningar ekki nógu skýrar á þeim tíma sem við keyrðum herferðina. Síðan þá hefur Neytendastofa uppfært leiðbeiningarnar og við höfum alltaf lagt upp úr því að fylgja lögum og reglum í hverju landi fyrir sig.“ Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að leiðbeiningum um auðþekkjanlegar auglýsingar hafi ekki verið breytt frá desember síðastliðnum. Hún segir að umræða hafi skapast um hvort breyta þurfi leiðbeiningunum í ljósi þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi færst í aukana. Það hafi þó ekki enn verið gert og væri tilgreint í skjali á vef Neytendastofu ef svo væri.Ört vaxandi umhverfi Aðspurður segir Jón Bragi að Ghostlamp fari alltaf fram á að áhrifvaldar merki kostaðar færslur með myllumerkinu #ad. „Að sjálfsögðu. Þessi myllumerki sem voru notuð í þessari tilteknu herferð, á þessum tíma þá töldum við að það væri nægilega skýrt tekið fram (að um auglýsingu væri að ræða) en síðan þá höfum við lagt áherslu á að það sé tekið skýrar fram,“ segir Jón Bragi. „Þetta er ört vaxandi umhverfi og samfélagsmiðlunum hefur bara fjölgað og form þeirra breytist ört líka. Svo er náttúrulega spurning um fleiri samfélagsmiðla. Þetta er ekki bara Instagram, þetta eru fleiri miðlar.“ Hann segir að verið sé að byggua upp ramma í kringum markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Við erum brautryðjendur hérna. Þetta er nýtt á nálinni og er ört vaxandi og breytist mjög hratt. Eins og ég segi þá höfum við alltaf lagt upp með það að fylgja þeim lögum og reglum sem eru sett í hverju landi fyrir sig og erum að byggja upp ramma í kringum svona markaðssetningu og það hefur alltaf verið okkur fremst í huga.“Hafa misst viðskiptavini vegna #ad Mikil umræða hefur skapast um mál Krónunnar og 17 sorta í Facebook hópnum Markaðsnördar. Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi fyrirtækisins Takumi, sem sér um að tengja fyrirtæki og áhrifavalda rétt eins og Ghostlamp, er einn þeirra sem tekur þar til máls. Hann segir að Takumi hafi í langan tíma tekið harðar á því að vörumerki noti #ad til að auðkenna auglýsingar. Þau geri það nú að kröfu að það sé notað og hafi það valdið því að fyrirtækið missi stóra viðskiptavini sem vilji ekki að myllumerkið sé notað. „Við sjáum til þess að allir noti #ad, annars fær enginn borgað, en við pössum líka upp á að #ad sé ekki fjarlægt á neinum tímapunkti úr caption. Spurningin hver er ábyrgur er mjög góð og alls ekki augljóst þegar svona margir aðilar koma að málinu: social platformið (Instagram t.d.), áhrifavaldur, vörumerki, auglýsingastofa og milligönguliður (Takumi, Ghostlamp, Eylenda eða aðrir "agents"),“ skrifar Jökull. „Neytendastofa áskilur sér rétt til að gera áhrifavald, milligönguliði og vörumerki ábyrgt. En í þessum álitum og dómum er það yfirleitt vörumerkið sem ber ultimate ábyrgð því það er aðilinn sem ber kostnaðinn, og kannski til einföldunar að rekja málið þangað ef um sekt eða bann er að ræða. Það eru ýmis fordæmi fyrir því að áhrifavaldar hafi fengið viðvaranir, en þegar kemur að sektum sýnist mér vörumerkin lenda í því. Ég sé fyrir mér að neytendaeftirlit fari að fókusa meira á milligönguliðina samt, því þau eru í stöðu til að tryggja að #ad sé notað jafnvel fyrir micro-áhrifavalda sem getur verið erfiðara að fylgjast með.“
Neytendur Tengdar fréttir 400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
400 milljónir til áhrifavaldaþjónustunnar Takumi Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi. 12. maí 2017 07:00
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00