Lífið

Lögreglan rannsakar dauða Cornell sem sjálfsvíg

Birgir Olgeirsson skrifar
Chris Cornell.
Chris Cornell. Vísir/Getty
Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Detroit-borg í Bandaríkjunum hefur greint frá því að dauði tónlistarmannsins Chris Cornell sé rannsakaður sem sjálfsvíg. Greint er frá þessu á vef Variety en þar kemur fram að fulltrúinn leggi áherslu á að það sé allt of snemmt að leggja mat á það hvað varð söngvaranum að bana.

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar segir við Variety að símtal til neyðarlínunnar hafi borist frá MGM Grand Casino Hotel í gær.

„Það virðist vera að fjölskylduvinur hafi verið að athuga með Cornell að beiðni eiginkonu hans. Hann fór á hótelið og fann Cornell meðvitundarlausan á baðherbergisgólfinu. Lögreglan fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.“

Hann sagði að á þessari stundu gangi lögreglan út frá því við rannsókn málsins að Cornell hafi fyrirfarið sér.

„Við verðum þó að bíða eftir skýrslu um dánarorsök. Við getum ekki gefið frá okkur of miklar upplýsingar um hvað við fundum á hótelherbergi Cornell eða hvað það var sem fær okkur til að draga þess ályktun.“

Cornell kom spilaði með hljómsveit sinni Soundgarden á tónleikum í Detrot Fox Theater í gærkvöldi. Fréttamiðlar ytra hafa greint frá því að hann hafi verið glaðlegur á tónleikunum og eftir þá.


Tengdar fréttir

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.