Lífið

Íslendingar slegnir yfir fráfalli Chris Cornell: „Einn sá allra besti fallinn frá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blaðamaðurinn Andri Yrkill Valsson hitti Cornell hér á landi árið 2007.
Blaðamaðurinn Andri Yrkill Valsson hitti Cornell hér á landi árið 2007.
Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri.

Í yfirlýsingu sem Brian Bumbery, talsmaður hans, sendi fréttaveitunni Associated Press, kom fram að Cornell hefði dáið í Detroit í gærkvöldi.

 

Bumbery sagði dauða rokkarans óvæntan og að eiginkona hans og fjölskylda Cornell væru í áfalli vegna málsins.

Þá kom jafnframt fram í yfirlýsingunni að fjölskyldan myndi vinna náið með læknum svo hægt væri að ganga úr skugga um dánarorsök söngvarans. Bað Bumbery um að einkalíf fjölskyldunnar yrði virt.

Cornell hefur komið fram hér á landi og síðast árið 2016. Viðbrögðin við fréttunum á samfélagsmiðlum hafa verið mikil um allan heim og eru fólk hreinlega slegið. 

Íslendingar hafa tjáð sig um fráfall söngvarans á Twitter og Facebook en hér að neðan má sjá nokkur valin tíst. 



Hér fyrir neðan má sjá heimsumræðuna á Twitter undir kassamerkinu #RIPCornell:

Tengdar fréttir

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×