Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gerði grein fyrir vaxtalækkuninni á fundi í gær. vísir/anton brink Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira