Seðlabankinn spáir enn frekari styrkingu krónunnar í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gerði grein fyrir vaxtalækkuninni á fundi í gær. vísir/anton brink Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands spáir áframhaldandi styrkingu krónunnar til loka næsta árs. Gangi forsendur grunnspár eftir verður gengi krónunnar í ár að meðaltali ríflega 14,5 prósentum hærra en í fyrra og hækkar um ríflega sex prósent til viðbótar á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í ritinu Peningamálum sem gefið var út í gær. Árið 2019 yrði gengi krónunnar 3,5 prósentum hærra en gert var ráð fyrir í febrúar, en rétt er að undirstrika óvissuna í þessum spám. Raungengið mun samkvæmt spánni hækka meira en áður hefur verið spáð. Gangi það eftir verður það orðið 11 prósentum hærra í lok spá tímans en á fyrsta fjórðungi þessa árs, sé miðað við hlutfallslegt verðlag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í gær, og verða nú meginvextir bankans á sjö daga innbundnum innlánum 4,75 prósent. Bankinn spáir meiri hagvexti en hann spáði í febrúar, eða 6,3 prósentum í ár. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Jafnframt er spáð 3,5 prósenta hagvexti á næsta ári. Því er spáð að húsnæðisverð fari að lækka á ný á næsta ári. Raunverð húsnæðis hækkaði um 11,4 prósent í fyrra og hefur hækkað um tæplega 50 prósent frá því að það var lægst í ársbyrjun 2010. Hækkunin er svipuð og á tímabilinu frá ársbyrjun 2004 til ársloka 2007 og er raunverðið nú orðið lítillega hærra en það var hæst í lok árs 2007. Samkvæmt grunnspánni nær árshækkun húsnæðisverðs hámarki í ár en síðan hægir á henni frá og með næsta ári í takt við aukið framboð íbúðarhúsnæðis og aðlögun tekna og eftirspurnar að langtíma leitnivexti. Seðlabankinn spáir áfram lágri verðbólgu. Hún mældist 1,8 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólga minnkaði lítillega framan af ári en jókst á ný í apríl þegar hún mældist 1,9 prósent. Verðbólga hefur því verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í ríflega þrjú ár en það má að miklu leyti rekja til innfluttrar verðhjöðnunar og hækkunar á gengi krónunnar. Verðbólguvæntingar eru á flesta mælikvarða í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið og virðast þær hafa traustari kjölfestu í markmiðinu en lengi áður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira