Katrín Eva Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvörudeildar hjá Artasan.
Katrín Eva útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2007 og stundaði framhaldsnám í alþjóðamarkaðsfræði og viðskiptastjórnun við CBS háskólann í Kaupmannahöfn á árunum 2007 til 2009, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Hún starfaði áður sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og sá meðal annars um endurmörkun á Florídana vörumerkinu og nú síðast sem vörumerkjastjóri sérvörudeildar hjá Íslenskt Ameríska, þar sem hún var með nokkur af stærstu vörumerkjum Procter & Gamble. Katrín Eva er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.
Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum.
Katrín Eva ráðin til Artasan
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent




Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent