Heróp gegn feðraveldinu Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. maí 2017 10:30 Reykjavíkurdætur á Litla sviði Borgarleikhússins með mikilvæg skilaboð til samtímans. Mynd/Jorri Leikhús RVKDTR Höfundar og flytjendur: Kolfinna Nikulásdóttir, Jóhanna Rakel, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Þura Stína, Solveig Pálsdóttir, Steiney Skúladóttir, Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Jóhanna Rakel Hljóðmynd og tónlistarstjórar: Salka Valsdóttir og Baldvin Magnusson Sviðshreyfingar: Kolfinna Nikulásdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Jóhanna Rakel Ljósahönnun: Julietta Louste Myndbandsgerð: Elmar Þórarinsson Reykjavíkurdætur geystust inn á íslensku tónlistarsenuna árið 2013 með miklum látum, nýjum áherslum og skýrum skilaboðum um kvenfrelsi. Styrkur þeirra liggur í fjöldanum og hópurinn hikar ekki við að gera tilraunir með uppröðun tónlistarkvennanna enda hafa Reykjavíkurdætur breyst og þróast með árunum. Núna eru þær mættar galvaskar á Litla svið Borgarleikhússins í síðustu frumsýningu hússins á þessu leikári. Fagurfræði sýningarinnar er kannski einföld og örlítið ófrumleg en styður ágætlega við framvinduna. Reykjavíkurdóttirin Jóhanna Rakel hannar bæði leikmynd og búninga sem samanstanda af hvítum sófum, trommusetti og drapperingu sem bakgrunni en hópurinn er klæddur í hvíta íþróttagalla með mellubönd um hálsinn, orð sem þær nota viljandi í sýningunni. Juliette Louste hagar ljósahönnuninni á svipaðan máta en hikar ekki við að hrista allsvakalega í ljósaborðinu þegar kraftmeiri lögin eru sungin. Leiksýning er kannski ekki rétta orðið yfir þennan rúma klukkutíma sem við eyðum með hópnum. Í grunninn eru RVKDTR tónleikar með gjörningayfirbragði en Kolfinna Nikulásardóttir situr í leikstjórnarstólnum og stýrir sýningunni skynsamlega. Áhugavert verður að fylgjast með hennar listrænu þróun á næstu misserum en byrjunin lofar góðu. Sviðshreyfingarnar skapar hún í samvinnu við Steinunni Jónsdóttur, Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur og Jóhönnu Rakel en þær eru oft á tíðum sérlega vel heppnaðar þó stundum aðeins of uppstilltar og orkulitlar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna bera af í sviðsframkomu kvennanna en hver og ein kona fær tækifæri til að koma sínum hugsunum á framfæri. Stundum eru játningarnar áhugaverðar og snarpar en of oft er daðrið við sjálfhverfuna þreytandi. Bestu og eftirminnilegustu senur sýningarinnar eru án efa þegar konurnar bregða sér í líki þjóðþekktra karlmanna í eins konar viðtalsþætti sem er stjórnað af Steineyju. Sumir karlmenn virðast nefnilega hafa þann einstaka hæfileika að láta hvaða umræðuefni sem er snúast um sig sjálfa og sína mörgu kosti, þeir eru líka sérfræðingar í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þarna birtist áhorfendum hárbeitt og grótesk ádeila um samfélagið okkar, þann karllæga talanda og þær dylgjur sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga alltof lengi. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og skilaboð Reykjavíkurdætranna eru ekki bara mikilvæg samtímanum heldur líka bráðnauðsynleg. Konur eiga hvorki að vera minnihlutahópur né upplifa sig sjálfar sem minna virði en karlmenn. Þó á ofbeldi gegn konum sér alltof margar daglegar birtingarmyndir. Þess væri þó óskandi að Reykjavíkurdætur kæmu með eitthvað nýtt að borðinu. Þeirra heróp er hátt og þeirra skilaboð hvetja konur til þess að taka sér pláss í samfélaginu án þess að biðja um leyfi. Aftur á móti er sýningin frekar eins og samansafn af skissum frekar en heildstæð afurð með upphaf, miðju og endi. Mögulega er það akkúrat tilætlunin. Reykjavíkurdætur eru ekki að reyna að vera fyrirmyndir heldur einfaldlega metnaðarfullar konur í nútímasamfélagi og það er allt annað en auðvelt. Niðurstaða: Harðkjarnakonur skapa ringulreið í Borgarleikhúsinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Leikhús Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús RVKDTR Höfundar og flytjendur: Kolfinna Nikulásdóttir, Jóhanna Rakel, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Þura Stína, Solveig Pálsdóttir, Steiney Skúladóttir, Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Jóhanna Rakel Hljóðmynd og tónlistarstjórar: Salka Valsdóttir og Baldvin Magnusson Sviðshreyfingar: Kolfinna Nikulásdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Jóhanna Rakel Ljósahönnun: Julietta Louste Myndbandsgerð: Elmar Þórarinsson Reykjavíkurdætur geystust inn á íslensku tónlistarsenuna árið 2013 með miklum látum, nýjum áherslum og skýrum skilaboðum um kvenfrelsi. Styrkur þeirra liggur í fjöldanum og hópurinn hikar ekki við að gera tilraunir með uppröðun tónlistarkvennanna enda hafa Reykjavíkurdætur breyst og þróast með árunum. Núna eru þær mættar galvaskar á Litla svið Borgarleikhússins í síðustu frumsýningu hússins á þessu leikári. Fagurfræði sýningarinnar er kannski einföld og örlítið ófrumleg en styður ágætlega við framvinduna. Reykjavíkurdóttirin Jóhanna Rakel hannar bæði leikmynd og búninga sem samanstanda af hvítum sófum, trommusetti og drapperingu sem bakgrunni en hópurinn er klæddur í hvíta íþróttagalla með mellubönd um hálsinn, orð sem þær nota viljandi í sýningunni. Juliette Louste hagar ljósahönnuninni á svipaðan máta en hikar ekki við að hrista allsvakalega í ljósaborðinu þegar kraftmeiri lögin eru sungin. Leiksýning er kannski ekki rétta orðið yfir þennan rúma klukkutíma sem við eyðum með hópnum. Í grunninn eru RVKDTR tónleikar með gjörningayfirbragði en Kolfinna Nikulásardóttir situr í leikstjórnarstólnum og stýrir sýningunni skynsamlega. Áhugavert verður að fylgjast með hennar listrænu þróun á næstu misserum en byrjunin lofar góðu. Sviðshreyfingarnar skapar hún í samvinnu við Steinunni Jónsdóttur, Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur og Jóhönnu Rakel en þær eru oft á tíðum sérlega vel heppnaðar þó stundum aðeins of uppstilltar og orkulitlar. Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna bera af í sviðsframkomu kvennanna en hver og ein kona fær tækifæri til að koma sínum hugsunum á framfæri. Stundum eru játningarnar áhugaverðar og snarpar en of oft er daðrið við sjálfhverfuna þreytandi. Bestu og eftirminnilegustu senur sýningarinnar eru án efa þegar konurnar bregða sér í líki þjóðþekktra karlmanna í eins konar viðtalsþætti sem er stjórnað af Steineyju. Sumir karlmenn virðast nefnilega hafa þann einstaka hæfileika að láta hvaða umræðuefni sem er snúast um sig sjálfa og sína mörgu kosti, þeir eru líka sérfræðingar í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þarna birtist áhorfendum hárbeitt og grótesk ádeila um samfélagið okkar, þann karllæga talanda og þær dylgjur sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga alltof lengi. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og skilaboð Reykjavíkurdætranna eru ekki bara mikilvæg samtímanum heldur líka bráðnauðsynleg. Konur eiga hvorki að vera minnihlutahópur né upplifa sig sjálfar sem minna virði en karlmenn. Þó á ofbeldi gegn konum sér alltof margar daglegar birtingarmyndir. Þess væri þó óskandi að Reykjavíkurdætur kæmu með eitthvað nýtt að borðinu. Þeirra heróp er hátt og þeirra skilaboð hvetja konur til þess að taka sér pláss í samfélaginu án þess að biðja um leyfi. Aftur á móti er sýningin frekar eins og samansafn af skissum frekar en heildstæð afurð með upphaf, miðju og endi. Mögulega er það akkúrat tilætlunin. Reykjavíkurdætur eru ekki að reyna að vera fyrirmyndir heldur einfaldlega metnaðarfullar konur í nútímasamfélagi og það er allt annað en auðvelt. Niðurstaða: Harðkjarnakonur skapa ringulreið í Borgarleikhúsinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Leikhús Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira