Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 09:14 Egill var efins hvort hann ætti að taka að sér verkefnið, einmitt til að forðast uppákomur á borð við þessar. Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“ Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira