Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys varð í Austur-Húnavatnssýslu í gær. mynd/höskuldur birkir Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31