Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:34 Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent