Erlent

Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir.

Frá þessu greinir CNN-Türk en stjórn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta sakar starfsmennina um að vera á bandi predikarans Fethullah Gülen sem Tyrklandsstjórn sakar um að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni í landinu síðasta sumar.

Gülen dvelur í útlegð í Bandaríkjunum og hefur Erdogan farið fram á að bandarísk yfirvöld framselji predikarann.

Erdogan er nú í Washington DC þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta og þykir líklegt að mál Gülen muni bera þar á góma.

Stjórn Erdogan hefur nú vikið alls um 150 þúsund opinberum starfsmönnum frá störfum vegna gruns um tengsl við hreyfingu Gülen.


Tengdar fréttir

Rúmlega þúsund handteknir í Tyrklandi

Tyrknesk yfirvöld hafa greint frá því að til standi að handtaka 3.224 manns vegna gruns um að tengjast klerinum Fettullah Gülen sem dvelur í útlegð í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×