Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Gróa Ingileif segir að hún hafi að mestu verið heima síðustu vikur þar sem bíllinn er ókominn. Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00