Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Gróa Ingileif segir að hún hafi að mestu verið heima síðustu vikur þar sem bíllinn er ókominn. Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00