Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 21:36 Frá slysstað. mynd/höskuldur birkir Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00