Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á. Blönduós Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á.
Blönduós Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira