Einn nýr plastpoki er tekinn í notkun á hverri sekúndu á Íslandi sem þýðir að Íslendingar nota um 35 milljónir plastpoka á hverju ári og frá upphafi hafa verið seldir á bilinu 1-1,5 milljarðar plastpokar á Íslandi.
Stefnt er að því að ná plastpokanotkun Íslendinga niður í 90 poka fyrir árslok 2019 en hver Íslendingar notar um 105 plastpoka á ári.

Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs, sagði mörgum eflaust þykja það skrýtið að Pokasjóður, sem fær allar tekjur sínar af sölu plastpoka, væri að blása til átaks þar sem fólk væri hvatt til að hætta að nota plastpoka. Það væri þó raunin, markmið Pokasjóðs er að leggja sig niður og stæðu vonir til að það tækist á næstu fimm árum.