Fjölskyldu vísað frá borði vegna afmælisköku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 14:15 Fjölskyldunni var illa brugðið. Vísir/Skjáskot Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05